Bústaðferð á morgun..

Stefnan er sett í bústað í Svignaskarði á morgun með lufsunum... það er búið að lofa mér dekri og dúllu... er það ekki elskurnar Wink  En alla vega ég hlakka mikið til, alltaf fjör þegar við erum saman! Skvísan mín á að spila á morgun 2 leiki og næ ég að sjá þá ( fékk að hætta aðeins fyrr í vinnunni til að ná fyrrileiknum... gott að bossinn minn er líka handboltamamma í húð og hár). Svo er það bara að bruna heim og renna þá strax í bústaðinn. Lena, Gudda og Dísa verða komnar á undan til að hita pottinn fyrir okkur og elda matinn! Þetta kallar maður dekur í gegn... muhahahaCool

Larfarnir koma svo á laugardaginn.. en fyrst fer Doddi að horfa á skvísuna mína keppa 2 aðra leiki og ég ætla að vera í beinni í símanum... telst það nokkuð að missa af leik... Errm Samviskubit.is! Klara mín þú þarft ekki að hafa samviskubit... þetta er bara ég!! 'Eg reyndar elska að horfa á þær og öskra út úr mér lungun.. hehe!  Og þú veist að við eigum þær nú bara saman .. þannig að tæknilega er ég þá bara í mömmuhlutverkinu hjá þeim báðum þegar þú kemst ekki... og þú á skíðunum!!! Samþykkt??!!

Planið er svo já eins og fyrr segir að larfarnir ( doddi og aðrir makar) komi á laugardeginum.. seinnipartinn, þegar við kellurnar erum rankaðar við okkur! En ef í það færi að Öspin mín og hinar í liðinu komast í úrslitin í deildarbikarnum þá fer ég heim á laugardeginum! Ætla ekki að missa af þeim... samviskan ræður ekki við það!!

Ormarnir mínir 3 verða hjá ömmu Hjördísi og Kidda... í dálæti þar! Og Jasmín.. hmm veit ekki.. bíður sig einhver fram að sjá um tíkina í sólahring Halo

Ég fór í vikunni í heimsókn til Andra, Brynju og Katrínar Örnu.. ljiii hvað litla músin er æðisleg.. ekki viss um að ég hafi séð svona fallegt barn fyrir utan mín nátturlega! Svoo lítil, með fullt af svörtu hári go bara sætust InLove  EEEENNNNN ég fann fyrir tilfinningu sem ég hef ALDREI fundið fyrir.. og það voru ENGIN eggjahljóð Frown  Pínu skrítið.. vona að það lagist nú.. hehe.. annars er ég sátt svo sem við þrjá orma, en stefndi alltaf á fimm.. svo að ... en hef enn tíma, ég er svo ung.. annað reyndar með kallinn.. !!

Knúsar og kossar... farið varlega um helgina!!

LuvjaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jebb, díll!!

Svo geta þessir kallar gert sitt fram á gamals aldur svo þú ert ekkert komin á síðasta séns :)

Klara (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband