Á leið í bústað...

'A morgun hefst heimapróf hjá mér í Þroskaþjálfafræðum 1 og lýkur því á sunnudagskvöldið... Ég ætla með Jóhönnu og Auði í bústað og ætlum við að reyna að rumpa þessu af þar á einum sólahring! Seinast þegar við fórum í bústað til að læra þá gekk það mjög vel og við héldum okkur mjööög vel við efnið.. þannig að ég var mjög fegin að við skyldum fara þangað aftur núna. Erfiðara fyrir mig að halda mig við efnið hérna heima með stórfjölskyldunni.. æfingar hjá börnunum, leikir, íþróttaskóli og margt fleira sem ég myndi koma mér í að horfa á og vera með... þannig að betra að ég fari bara í burt og komi svo þegar prófið er búið.

'I dag kom í ljós að ég fer á þann leikskóla sem ég óskaði eftir í vettvang og er ég alveg sjúklega glöð með það...  vorum líka tvær sem sóttum um það ( í staðnáminu) og fengum það báðar. Þannig að það er gott líka að hafa kunnuglegt andlit í húsinu, þó að við vinnum ekkert saman né með sama einstaklinginn...

 En jæja ætla að gera mig og börnin klár fyrir morgundaginn... Eigið góða helgi... knúsar og kossar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gangi þér ofsalega vel sæta mín í prófinu...........og þúsund þakkir fyrir komuna áðan - alltaf gaman að hittast

kv.M

María (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband