Stórafmæli hjá afa...

Já hann elskulegi afi minn og litla frænka, hún Þóra Lind eiga afmæli í dag ( gær, 27.feb). Það var haldin stórveisla handa þeim gamla og var fullt hús hjá Hönnu Dísu frænku...Elskulegi afi var svoo flottur og amma auðvitað líka.. hún er nú alltaf eins og klippt út úr tískublaði. En þau ljómuðu í allt kvöld amma og afi og þetta var bara æðislegt. Linda frænka ( mamma Þóru Lindar) sá mest megnis um veisluföngin og þetta var bara æði! Það voru helling af skemmtiatriðum.. allt frá ræðuhöldum, barna"kór" og karlakór! jiii þetta var æði og voru alir svo ánægðir með kvöldið fyrir afa hönd.. já og okkar.. bara snilld!

Mamma kom hérna að passa á meðan og voru grísirnir í miklu yfirlæti hjá henni, voru meira að segja vakandi þau eldri 2 og Róbert sem fékk að gista hjá vini sínum þegar við komum heim.. En það er nú allt í lagi, föstudagskvöld.

Á morgun ætla ég að reyna að koma mér aftur upp á bókó til að læra, ég læri mun betur þegar ég fer út úr húsi og ég verð að halda mér við efnið í þessari ritgerð! Reyndar er Anna vinkona hérna í bænum ( býr á Mývatni) og er búið að plana smá hitting í hádeginu og ég kannski næ að kíkja í smá lunch!

Um kvöldið er svo útskriftarveisla hjá Ásdísi vinkonu en hún er að útskrifast sem kennari... ekkert smá flott hjá kellunn og auðvitað verður haldið upp á það með stæl.. í góða vina hóp!

Nóg að gera... En jæja.. nóg í bili.. vildi bara segja frá hve kvöldið var æðislegt með yndislegri fjölskyldu minni. Mér líður alltaf svo vel þegar ég hitti þau.. enda eru þau snillingar í allar áttir

KNúsar og kossar á alla.. luvja..


"Hvenær förum við á ströndina?"

Ég get svo svarið það ég á svoo bágt með mig þegar yngsti sonur minn spyr mig að þessu...langar mest að segja "spurðu pabba þinn" , því ég væri til í að hoppa í vélina helst á morgunTounge  Drengurinn er sjúkur í sól og strönd eins og mamma sín... hann spyr mig svona einu sinni í viku og þá er ég ekkert að grínast!!! Ohhh ég vona að við komumst fyrr en seinna...

Annars er allt brjálað að gera hjá mér í skólanum... þarf að vera að vinna í tveimur verkefnum núna.. öðru mjög stóru og annað aðeins minna. Ég er bara byrjuð á því stærra en ég á að skila þeim þann 10 og 12 mars...Þannig að ég hef enn tíma. En þetta er töff en hefst allt...

Vettvangurinn hefst svo 16 mars og hlakka ég mikill til...er reyndar pínu stressuð líka en held að það sé alveg eðlilegt...

Allar helgarnar fram til apríl eru uppbókaðar hjá okkur.. og er það þá aðallega í keppnir með eldri börnin. Ísak Snær byrjar á því að keppa í handbolta, svo keppir Tanja Ösp í handbolta og svo endar það á því að Ísak Snær keppir í handbolta.

Afi Geiri á afmæli á föstudaginn og ætla Hanna Dísa og Linda Rós frænka að halda upp á það heima hjá Dísu.. þær eru ekerkt smá duglegar kellurnar að skipuleggja þetta og halda utan um þetta afmæli. En litla skvísan hún Þóra Lind frænka er líka eins árs þennan sama dag og ætla þau að deila afmælisveislunni... það verður æðisleg gaman og ég hlakka til að hitta stórfjölskylduna eins og hún leggur sig... enda ótrúlega skemmtilegt fólk Grin

'Asdís vinkona er svo að útskrifast á laugardaginn sem grunnskólakennari og auðvitað gaf hún sig og ætlar að halda útskriftarveislu.. en ekki hvað Wink Lufsuhópurinn mætir auðvitað og verður eins og vanalega þegar við hittumst ábyggilega mikið fjör og læti!

En jæja.... best að reyna að kíkja á lærdóminn...

Knús og kram á allt og alla...InLove


Enn og aftur ný vika...

Helgarfríið búið, heimaprófið þar með líka og gekk það bara mjög vel. Það er að ganga mjög vel hjá okkur Auði og Jóhönnu að fara svona upp í bústað og læra. Við nýtum tímann vel og ekkert hangs.. náðum að klára prófið um kvöldmat á föstudeginum og svo var smá chill um kvöldið, potturinn auðvitað tekinn og svo kíktum við á ritgerð sem við erum að gera í HEILSA OG UMÖNNUN... ss dugnaðar kellur Wink   Við Auður brunuðum svo í bæinn um hádegisbilið en Jóhanna beið eftir foreldrum sínum og dóttur og voru í eina nótt í viðbót.

Tanja Ösp var að keppa á vinamóti á laugard.morguninn og náði ég að horfa á seinasta leikinn.. veit nú ekki alveg hvort að ég hafi verið óhappa, en þær rústuðu öllum hinum leikjunum en töpuðu þeim sem ég sá... svekkjó. Þegar handboltinn var búinn þá brunuðum við Tanja Ösp og Ísak Snær upp á Skaga en TÖ var að fara beint á móti í fótboltanum.. Hún spilaði samtals 9 leiki frá 9 -16 í hand-og fótbolta og var gjörsamlega búin á því eftir það. Náði nú að sofna aðeins í bílnum en svo lét ég renna í bað fyrir hana og þar slakaði hún aðeins á. Kálfarnir hennar voru þó eins go grjót það sem eftir var að degi.

Í dag fórum við Doddi með Breka í sund, Ísak vildi vera heima og Tanja Ösp fór með Ragnhildi í bíó.. Eftir sundferðina fórum ég með strákunum mínum 3 í bakaríið og ætluðum við svo til Önnu og co. Þau voru aftur á móti ekki heima þannig að við fórum til Ása og Sigríðar. Það var æðislega gaman, þó að það hafi vantað Aron Daða en æðislegt að hitta vini okkar sem við erum ekki nógu dugleg að heimsækja... það var ákveðið að hittast oftar.. Tounge

'Eg og Tanja Ösp kíktum svo til Katrínar Örnu frænku og hittum þá auðvitað Andra frænda og Brynju. Vorum meira ða segja svo heppin að það voru í mat hjá Sigrúnu frænku og hittum þar auðvitað allt liðið. Það er alltaf svo notó að koma í Lækjó.... gamlar minningar úr æskunni, þar sem að það var mitt nánast annað heimili.

En jæja... er að skoða húsnæði á Akureyri, við fjölskyldan ætlum öll að skella okkur fyrstu helgina í mai en þá á Tanja Ösp að keppa túrneringu þar og auðvitað mætum við og styðjum stelpuna okkar í boltanum!!

Eigið góða vinnuviku... knúsar og kossssarrrrrrr... LuvInLove


Á leið í bústað...

'A morgun hefst heimapróf hjá mér í Þroskaþjálfafræðum 1 og lýkur því á sunnudagskvöldið... Ég ætla með Jóhönnu og Auði í bústað og ætlum við að reyna að rumpa þessu af þar á einum sólahring! Seinast þegar við fórum í bústað til að læra þá gekk það mjög vel og við héldum okkur mjööög vel við efnið.. þannig að ég var mjög fegin að við skyldum fara þangað aftur núna. Erfiðara fyrir mig að halda mig við efnið hérna heima með stórfjölskyldunni.. æfingar hjá börnunum, leikir, íþróttaskóli og margt fleira sem ég myndi koma mér í að horfa á og vera með... þannig að betra að ég fari bara í burt og komi svo þegar prófið er búið.

'I dag kom í ljós að ég fer á þann leikskóla sem ég óskaði eftir í vettvang og er ég alveg sjúklega glöð með það...  vorum líka tvær sem sóttum um það ( í staðnáminu) og fengum það báðar. Þannig að það er gott líka að hafa kunnuglegt andlit í húsinu, þó að við vinnum ekkert saman né með sama einstaklinginn...

 En jæja ætla að gera mig og börnin klár fyrir morgundaginn... Eigið góða helgi... knúsar og kossar.


Læknamistök...

 Ekkert svo sem alvarleg.. annað en það að ég var látin kveljast í einn dag "óþarfa"!!! Ohhh pirrrrr á "suma" lækna.. en ég fór ss á læknavaktina í Kópavogi á sunnud.kvöldið og bað hann að taka stroku úr hálsinum þar sem að það er búið að vera mjög mikið af streptakokkum að ganga í kringum mig... Nei nei dúddinn sagði að ég væri "bara" með flensu og ætti að drífa  mig heim og liggja bara fyriir ( eins og það sé eitthvað ég!) .

En eftir að hafa verið að "drepast" í gær og gat lítið sem ekkert vegna sársauka í hálsi þá ákvað ég að drífa mig í dag upp á MÍNA heilsugæslu... og jú jú.. þar fékk ég að heyra ALLT annað.. maður getur víst fengið streptakokka þó að það sé búið að taka hálskirtlana.. það er erfiðara að greina þá en ekkert erfifðara að fá þá! Hann ss tók stroku og það kom plússandi jákvætt á mínútunni! Hann var nú frekar hissa á að hann hafði ekki tekið enda sagði hann " að þetta sæist bara á mér".  Alla vega ég fékk pensilín og vona að á næstu dögum fari ég skánandi og það hratt.. hef engan tíma.. heimapróf um helginaPinch

En að skemmtilegra.. ég var í foreldraviðtali með Breka minn.. Og þvílíkt og annað eins ljós Halo Hehe.. En það sem var sagt um hann var;

Glaðlyndur ( tók það oft fram), kúrikall ( vill mikið fá knús og kúr), fer eftir fyrirmælum, leikur við alla krakkana, kann að skiptast á og deila með sér, vinamikill, duglegur að klæða sig í og úr og ganga frá fötunum sínum, pínu óróleiki við matarborðið, matgrannur, góður málsskilningur, þurfum að æfa nokkra stafi ( K og R) en hefur engar áhyggur af því, skilur hugtökin, upp, niðri, framan og aftan,kann alla litina, tölustafina, gat sagt hvar hann ætti heima og taldi upp alla fjölskyldumeðlimi. Hann ss rúllaði upp matslistanum.. Svo var aukalega sagt um hann hversu glaður, ljúfur og svo talaði hún sérstaklega hve fimur hann væri... væri ótrúlega flotta hreyfigetu og sagði að það kæmi nú ekki á óvart ef að hún myndi nú sjá hann í sjónvarpinu seinna meir... keppa í útlöndum.. og mamman sagði nátturlega.. já það væri nú gaman Tounge

Þannig að mamman varð nátturlega ótrúlega stolt af litla snúllanum sínum eftir þetta viðtal.. alltaf gaman að heyra fallegt talað um börnin sín og að þeim gangi svona vel!

En jæja.. ætla að hlassa mér aftur í rúmið.. er með dúndrandi hausverk og illt í hálsinum Crying


Á skíðum skemmti ég mér .. tralllalla..

Ég ákvað að hafa titillinn frekar hressari en hitt.. málið er að seinasti sólahringur er búinn að vera hell hjá mér.. rauk upp í háum hita, mikla beinverki, eyrnaverk, höfuðverk og gat ekki kyngt.. sæll! Ömurlegt hreint út sagt.. ég hef hvorki tíma né löngun í þetta núna.. meika ekki að vera heima hjá mér með nagandi samviskubit... en svona er þetta. Doddi gaf mér parkódín áðan og skánaði ég svona vel við það.. og líður því ágætlega núna.. átta mig ekki á því hvort að það eru lyfin sem eru að virka eða hvort að ég sé bara orðin hress Woundering   en það kemur í ljós í kvöld/nótt.

En út í aðeins meira uppörvandi.. en í gær fórum við fjölskyldan í Skálafell!! Dóttla hefur verið að fara með Ragnhildi og fjölskyldu og kom að því að við hjónin urðum veik sjálf.. Við fengum notuð skíði handa Breka í Everest búðinni á skítogkanil.. og svo var hún Svanborg, bekkjarsystir mín svo elskuleg að lána okkur bretti fyrir Ísak Snæ...

Okkur var nefnilega boðið í mat til Doddu og Adda á föstudaginn og fóru þeir Jói og Ísak út að renna. Jói hefði nýlega fengið bretti og varð því Ísak sjúkur í það... og auðvitað létum við það eftir honum.

Jæja við rukum af stað í Skálafell... og buðum auðvitað Ragnhildi með. Þær voru nú fljótar dömurnar að hverfa í burtu.. enda nenntu ekki að hanga með okkur hinum í barnalyftunni Cool  Breki var nú eitthvað ragur í byrjun að vera í þessum klunnaskóm.. og svo með skíðin.. En vá hvað þetta er fljótt að koma.. hann vildi nú helst bara láta sig gossa niður í fjallið og treysti svo bara á múttuna til að grípa sig.. hehe. Ég var í kuldaskónum bara þar sem að ég þorði ekki að taka séns á hendinni alveg strax. Ísak Snær tók smá tíma í að skoða svæðið, hvernig aðrir gerðu sem voru á brettum.. og rölti bara upp og niður barnabrekkuna fyrst.. snillingur! En eftir nokkrar ferðir hjá piltunum þá var mikill munur á þeim. Þetta kemur allt saman og verður bara gaman þegar við getum farið að fara öll og skíðað eins og vindurinn Tounge 

En eftir alla þessa útiveru steinlá ég s.s og vona að ég sé að braggast.. hef engan tíma í þetta, er að fara í heimapróf á föstudaginn!!!

Knúsar og kossar...


Börnin mín eru snillingar!!!

Já og ég ætla að halda áfram að monta mig.. hihi.

'Eg var á foreldafundum í skólanum í vikunni og það var bara gaman!! Þessi börn eru snillingar og þá er ég hógværJoyful   Fyrst fór ég á fund með prinsessunni minni og jú jú einkunnirnar hennar voru bara snilld, eins og vanalega svo sem! Meðaleinkunn hennar var 9,35... algjör snillingur þessi skvísa! Umsagnirnar voru líka æðislegar en þær voru svona ;

Tanja Ösp er mjög góður nemandi með góða nærveru og alltaf prúð. Á það til að gleyma sér í spjalli en vinnur mjög vel og er alltaf áhugasöm. Vinnibækur eru unnar af alúð og til fyrirmyndar. Hún er kurteis og blíð, félagslynd og semur vel við alla. Samviskusöm. Fyrirmyndarnemandi.

Eftir að hafa heyrt dóttur minni hrósað í hástöfum fór ég með prinsinn hann Ísak Snær á foreldafund.. ekki var það nú leiðinlegra!

 Hjá honum voru aðallega umsagnir en hann les 124 atkvæði á mínutu sem telst mjög gott í 2 bekk. Þau eiga að vera á bilinu 50-100 atkvæði þannig að hann er í mjööög góðum málum. En þetta var sagt um prinsinn:

Ísak Snær er samviskusamur og duglegur nemandi. Honum lyndir vel við skólafélaga sína og er vinsæll í jafningjahópnum. Framkoma hans og hegðun er mjög góð. Hiemalestri sinnir hann mjög vel. Mjög góð tök á námsefninu, vinnur mjög vel.. æði.´

Já ég kom á bleiku skýji út.. þau eru svo yndisleg og það sem skiptir máli,. þau eru ánægð í skólanum og kennarar og samnemendur eru ánægð með þau! Við hjónin erum að rifna úr stolti InLove

Ég fer svo á foreldrafund með Breka minn á þriðjudaginn.. það verður gaman enda mikill framfarir í þroska hjá honum.. allt að gerast á þessu ári! Segi frá því síðar...

Annars er allt við það besta hérna á heimilinu.. ég er að drukkna í náminu og fannst mér í vikunni ég ekki ná að sinna neinu eins og ég vildi.. hvorki mæðrahlutverkinu, náminu né vinnunni.. og það finnst mér ekki góð tilfinning! En ég vona að þetta lagist og ég held áfram að sprikla bara.. held mér á floti...

Ég setti inn myndir inn á barnaland www.barnaland.is/barn/7580  og þið sem vitið ekki leynið þar.. sendið mér bara línu Wink 

Við ætlum að kíkja á Rakel frænku í dansi um helgina.. Öspin er mjög spennt fyrir því, sem og að kíkja á Kötu litlu frænku.. ætlum að lána henni eitt og annað! Stefnan er líka sett á að heimsækja vini.... alla vega Önnu og Lalla... og Doddu og Adda.. nóg um að vera! Ömmurnar verða líka að fá smá knús fyrir vikuna.. Halo svo við kíkjum vonandi á þær líka!

Knúsar og kossar á allt go alla... lots of luve....

 


Mánudagsveikin...

Mánudagsveikin skall í hús... ekki alveg eins og sumir halda reyndar en það er Ísak Snær sem er veikurFrown  Hann vaknaði í nótt með dúndrandi hausverk en Doddi var vakandi ( að horfa á SuperBowl) og náði að sinna honum og koma honum upp í rúm til mín. Þegar við vöknuðum svo í morgun þá kvaraði hann undan hausverknum og að honum væri illt í hálsinum. Ég tók hörkuna á þetta fyrst og sagði að það jafnar sig oft þegar maður fer út og hressast. EN þegar drengurinn stóð hérna á skjálftanum með tárin í augunum þá lét ég leiðast og sagði að ég myndi alla vega vera heima með hann fram að hádegi, sleppa skólanum mínum og sjá hvernig staðan væri í hádeginu.  Við náðum svo að sofna aftur þegar Öspin og Breki voru farin í skólana sína ( ótrúlegt hvað drengurinn vill alltaf kúra og knúsast Kissing).  Þegar hann vaknaði svo aftur þá var hausverkurinn enn til staðar, sem og hálsbólgan og honum var kalt... þá sá ég að drengurinn var bara orðinn veikur ( hann svo sem ekki vanur að þykjast vera veikur, eða vera það) svo að ég hringdi upp í leikskóla og tilkynnti með heima með veikt barn.... sem betur fer er það sjaldan!

Þannig að við kúrum núna, ég ætlaði að reyna að læra en hann þarf mikla athygli frá múttunni núna svo að við sjáum hvernig það mun ganga...

Helgin einkenndist af mikilli keyrslu á milli æfingja og leikja hjá börnunum... en það er það sem ég elska!!  Á föstudaginn var fræðsludagur í leik-og grunnskólum í Mosfellsbæ og var aðalefnið læsi... og valdi ég tvo snilldarfyrirlestra.. læsi á eigin líðan og læsi í samskipti, líðan annarra og aðstæður.  Doddi var heima með ormana og nutu þau þess í botn að láta pabba dekra sig. Doddi kíkti á æfingarnar hjá Ísak ( handbolta og fótbolta) og Breki fékk að vera í fótboltaklæðnaði og hann elskar það... algjör snilli! 

Þjálfarinn hans Ísaks í fótboltanum talaði aðeins við Dodda og hrósaði hann Ísak alveg rosalega. Sagði að við værum með mikið efni í höndunum, þvílíka tækni sem hann hefði á boltanum, styrkleika sem hann byggji yfir og ég veit ekki hvað og hvað.. ( ætla ekki að þylja allt upp sem hann sagði, sumir gætu talið það sem mont Blush ) en Doddi átti alla vega erfitt með að heyra þetta allt saman þó svo sem að hann og við vitum þetta alveg. En það er alltaf gaman að heyra svona um ungana sína...

Tanja Ösp var að keppa með 5 flokk í deildarbikarnum um helgina og eru það stelpur sem er einu ári eldri en hún. Hún fékk helling að spila með og stóð sig eins og hetja. Sibba hrósaði þeim vinkonum mikið bæði af áhuga og gleði og einnig það að þegar leikmönnum er sagt að gera eitthvað sem þeir gera það er mjööögg gott og þær skvísur voru þannig. Stóðu sig snilldarvel W00t

Breki snúlli elskar að hendast á milli íþróttahúsa og sérstaklega ef hann fær að vera með fótboltaskóna, bolta og í fótboltafötunum sínum...Wink  Honum var nú líka hrósað í íþróttaskólanum þegar það var sagt að drengurinn væri með ótrúlega hreyfigetu.. en svo var reyndar bætt við.. nei reyndar væri það ekkert ótrúlegt.. en það er bara gaman!

Núna er ég búin að monta mig kannski alveg nóg af íþrótaálfunum mínum... en ég er bara svooo svakalega stolt af þeim öllum Tounge og það mun bætast í montið á næstu vikum. En ég er að fara í foreldraviðtöl hjá þeim eldri í skólanum á miðvikudaginn og ég reikna með að ég komi svífandi þaðan út eins og vanalega.. Svo verður foreldraviðtal í leikskólanum fljótlega líka... gaman gaman!!

En jæja.. atvinnumaðurinn minn er að kalla á mig.. vill fá múttu til sín í sófann og ég ætla sko að njóta þess .. ekki langt þangað til að þau vilja ekkert með mömmu hafa ( eða kannski ekki.. algjörir mömmugull alla vega InLove)

Knúsar og kosssssssssar Whistling 


Atvinnumennska í framtíðinni...

Neeeiiiiiiiiiiiiiiii argggggg... var búin að skrifa eina ritgerð!! Og það týndist allt saman áður en ég náði að vista það W00t  kellan því frekar brjáluð!!

En ok... reynum einu sinni enn og ábyggilega styttri útgáfuna.

Við erum ss komin úr árlegu bústaðarferð hjá lufsum og lörfum! Hún var í einu orði sagt ÆÐISLEG! Ætla ekki meir út í þá sálma .. what happend there, stays there Wink  Bara snilld.. í snilldarvinahóp!

Prinsessan mín var að keppa um helgina, þær unnu 3 af 4 leikjum og hefðu því mikla möguleika á að komast í úrslit.. en þær töpuðu á markatölunni!!  Já sæll... get sagt ykkur það að mín varð ekki ánægð.. var eiginlega bara frekar mikið hundfúl! Doddi fékk hálfgert sjokk að sjá að skvísan væri jafn ef ekki meira tapsár en mamman!  En ég tel að það sé ágætt að vera tapsár.. eða að hafa keppnisskap..maður þarf bara að læra að stjórna því rétt Blush  og daman er nú aðeins 11 ára- að verða 12 og því ætti þetta að vera í góðum málum. Hún er alla vega mjög efnileg og margar í hennar liði og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni...

Var að segja áðan ( í bistlinum sem hvarf!!) hve ánægð ég væri í náminu mínu.. ég er í 3 fögum á þessari önn.. Heilsa og umönnun... þroskaþjálfafræði-einstaklingsáætlun.. og vettvangur! Seinni tvö eru alveg svakalega skemmtileg og alveg það sem ég vil og mun leggja áherslu á í framtíðinni.. ss leikskóla-og grunnskólann! Vettvangurinn hefst 16 mars og skiptir öllu máli þar að fá góðan stað með góðum leiðbeinanda... vona að ég verði heppin Halo  Hin tvö fögin verða keyrt áður en farið verður á vettvang og því verður nóg að gera í ritgerðum.. einstaklings og hópa. Sem betur fer er ég í góðum hóp... snillingar þær Auður og Jóhanna.. hálfgerðir próffar í bekknum meira ða segja Cool 

Fótboltasnillingarnir mínir 2.. eru alltaf jafn yndislegir.. Ég get svarið það að Breki er jafn mikið.. ( ef ekki meir miðað við aldur) meiri fótboltagúrú og bróðir sinn.. það snýst ALLT um fótbolta.. fara í takkaskóna, fara í fótboltaföt, fara með markamannshanska, sparka bolta ( inni og úti, á leiksk.) já bara allt saman!! Þeir verða efnilegir báðir tveir...  aldrei að vita nema við hjónin munum hafa það náðugt í framtíðinni... horfandi á leiki útum allan heim.. með atvinnumönnunum okkar 3 ! Engin pressa...en góðir draumar Tounge 

Jæja.. ætla að halda áfram lestri... kallinn kominn...  knúsar á menn og konur..

luvja InLove


Bústaðferð á morgun..

Stefnan er sett í bústað í Svignaskarði á morgun með lufsunum... það er búið að lofa mér dekri og dúllu... er það ekki elskurnar Wink  En alla vega ég hlakka mikið til, alltaf fjör þegar við erum saman! Skvísan mín á að spila á morgun 2 leiki og næ ég að sjá þá ( fékk að hætta aðeins fyrr í vinnunni til að ná fyrrileiknum... gott að bossinn minn er líka handboltamamma í húð og hár). Svo er það bara að bruna heim og renna þá strax í bústaðinn. Lena, Gudda og Dísa verða komnar á undan til að hita pottinn fyrir okkur og elda matinn! Þetta kallar maður dekur í gegn... muhahahaCool

Larfarnir koma svo á laugardaginn.. en fyrst fer Doddi að horfa á skvísuna mína keppa 2 aðra leiki og ég ætla að vera í beinni í símanum... telst það nokkuð að missa af leik... Errm Samviskubit.is! Klara mín þú þarft ekki að hafa samviskubit... þetta er bara ég!! 'Eg reyndar elska að horfa á þær og öskra út úr mér lungun.. hehe!  Og þú veist að við eigum þær nú bara saman .. þannig að tæknilega er ég þá bara í mömmuhlutverkinu hjá þeim báðum þegar þú kemst ekki... og þú á skíðunum!!! Samþykkt??!!

Planið er svo já eins og fyrr segir að larfarnir ( doddi og aðrir makar) komi á laugardeginum.. seinnipartinn, þegar við kellurnar erum rankaðar við okkur! En ef í það færi að Öspin mín og hinar í liðinu komast í úrslitin í deildarbikarnum þá fer ég heim á laugardeginum! Ætla ekki að missa af þeim... samviskan ræður ekki við það!!

Ormarnir mínir 3 verða hjá ömmu Hjördísi og Kidda... í dálæti þar! Og Jasmín.. hmm veit ekki.. bíður sig einhver fram að sjá um tíkina í sólahring Halo

Ég fór í vikunni í heimsókn til Andra, Brynju og Katrínar Örnu.. ljiii hvað litla músin er æðisleg.. ekki viss um að ég hafi séð svona fallegt barn fyrir utan mín nátturlega! Svoo lítil, með fullt af svörtu hári go bara sætust InLove  EEEENNNNN ég fann fyrir tilfinningu sem ég hef ALDREI fundið fyrir.. og það voru ENGIN eggjahljóð Frown  Pínu skrítið.. vona að það lagist nú.. hehe.. annars er ég sátt svo sem við þrjá orma, en stefndi alltaf á fimm.. svo að ... en hef enn tíma, ég er svo ung.. annað reyndar með kallinn.. !!

Knúsar og kossar... farið varlega um helgina!!

LuvjaHeart


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband