Mánudagsveikin...

Mánudagsveikin skall í hús... ekki alveg eins og sumir halda reyndar en það er Ísak Snær sem er veikurFrown  Hann vaknaði í nótt með dúndrandi hausverk en Doddi var vakandi ( að horfa á SuperBowl) og náði að sinna honum og koma honum upp í rúm til mín. Þegar við vöknuðum svo í morgun þá kvaraði hann undan hausverknum og að honum væri illt í hálsinum. Ég tók hörkuna á þetta fyrst og sagði að það jafnar sig oft þegar maður fer út og hressast. EN þegar drengurinn stóð hérna á skjálftanum með tárin í augunum þá lét ég leiðast og sagði að ég myndi alla vega vera heima með hann fram að hádegi, sleppa skólanum mínum og sjá hvernig staðan væri í hádeginu.  Við náðum svo að sofna aftur þegar Öspin og Breki voru farin í skólana sína ( ótrúlegt hvað drengurinn vill alltaf kúra og knúsast Kissing).  Þegar hann vaknaði svo aftur þá var hausverkurinn enn til staðar, sem og hálsbólgan og honum var kalt... þá sá ég að drengurinn var bara orðinn veikur ( hann svo sem ekki vanur að þykjast vera veikur, eða vera það) svo að ég hringdi upp í leikskóla og tilkynnti með heima með veikt barn.... sem betur fer er það sjaldan!

Þannig að við kúrum núna, ég ætlaði að reyna að læra en hann þarf mikla athygli frá múttunni núna svo að við sjáum hvernig það mun ganga...

Helgin einkenndist af mikilli keyrslu á milli æfingja og leikja hjá börnunum... en það er það sem ég elska!!  Á föstudaginn var fræðsludagur í leik-og grunnskólum í Mosfellsbæ og var aðalefnið læsi... og valdi ég tvo snilldarfyrirlestra.. læsi á eigin líðan og læsi í samskipti, líðan annarra og aðstæður.  Doddi var heima með ormana og nutu þau þess í botn að láta pabba dekra sig. Doddi kíkti á æfingarnar hjá Ísak ( handbolta og fótbolta) og Breki fékk að vera í fótboltaklæðnaði og hann elskar það... algjör snilli! 

Þjálfarinn hans Ísaks í fótboltanum talaði aðeins við Dodda og hrósaði hann Ísak alveg rosalega. Sagði að við værum með mikið efni í höndunum, þvílíka tækni sem hann hefði á boltanum, styrkleika sem hann byggji yfir og ég veit ekki hvað og hvað.. ( ætla ekki að þylja allt upp sem hann sagði, sumir gætu talið það sem mont Blush ) en Doddi átti alla vega erfitt með að heyra þetta allt saman þó svo sem að hann og við vitum þetta alveg. En það er alltaf gaman að heyra svona um ungana sína...

Tanja Ösp var að keppa með 5 flokk í deildarbikarnum um helgina og eru það stelpur sem er einu ári eldri en hún. Hún fékk helling að spila með og stóð sig eins og hetja. Sibba hrósaði þeim vinkonum mikið bæði af áhuga og gleði og einnig það að þegar leikmönnum er sagt að gera eitthvað sem þeir gera það er mjööögg gott og þær skvísur voru þannig. Stóðu sig snilldarvel W00t

Breki snúlli elskar að hendast á milli íþróttahúsa og sérstaklega ef hann fær að vera með fótboltaskóna, bolta og í fótboltafötunum sínum...Wink  Honum var nú líka hrósað í íþróttaskólanum þegar það var sagt að drengurinn væri með ótrúlega hreyfigetu.. en svo var reyndar bætt við.. nei reyndar væri það ekkert ótrúlegt.. en það er bara gaman!

Núna er ég búin að monta mig kannski alveg nóg af íþrótaálfunum mínum... en ég er bara svooo svakalega stolt af þeim öllum Tounge og það mun bætast í montið á næstu vikum. En ég er að fara í foreldraviðtöl hjá þeim eldri í skólanum á miðvikudaginn og ég reikna með að ég komi svífandi þaðan út eins og vanalega.. Svo verður foreldraviðtal í leikskólanum fljótlega líka... gaman gaman!!

En jæja.. atvinnumaðurinn minn er að kalla á mig.. vill fá múttu til sín í sófann og ég ætla sko að njóta þess .. ekki langt þangað til að þau vilja ekkert með mömmu hafa ( eða kannski ekki.. algjörir mömmugull alla vega InLove)

Knúsar og kosssssssssar Whistling 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ essskan

fariði vel með ykkur - hún er hundleiðinleg þessi flensa......knús á ykkur

 kv.María

María (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband