31.12.2008 | 12:13
Gleðilegt nýtt ár!!
Jæja þá er það seinasti dagur ársins!
Við Ísak ákváðum að njóta þess að sofa vel í morgun og vöknuðum rétt fyrir 12!! Hehe.. drengurinn er snillingur að sofa út, ef hann nær að skríða upp í á morgnana til okkar þá getur hann sofið endalaust í okkar rúmi! Við vöknuðum við litla gullmolann þegar hann var að leyta að pabba sínum í rúminu okkar.. þeir voru í feluleik
Við hjónin kíktum í kvöldgöngu til Berglindar og Símonar í gær.. svaka ganga maður.. ! Þar fengum við sem betur fer drykki til að svala þorstanum og gott í gogginn. Við horfðum á PABBANN og ég get svarað það ég er með harðsperrur í maganum í dag.. jesus þessi maður er snillingur! Tanja Ösp og Bjarklind voru að passa og gekk það mjög vel, þrátt fyrir að Ísak hafi ekki viljað fara að sofa.. fannst eitthvað súrt að þær fengju að vera í Stjóranum en hann ætti að fara að sofa.. en það var í góðu, svona í fríinu.
Já gamlárskvöld í kvöld... spurning hvað maður geri?! Við fjölskyldan verðum alla vega heima, borðum góðan mat og höfum það svo kósý. Doddi fór í gær og keypti slatta mikið af flugeldum hjá Mumma frænda ( fékk nú töluvert meira en fyrir það sem hann borgaði) Anna og Lalli buðu okkur svo að kíkja til þeirra og það er alltaf freistandi.. Gunnsa bauð okkur að kíkja yfir á sambýlið til þeirra og væri gaman ef við myndum ná að drösla Ísak og Breka út úr húsi að kíkja þangað yfir og skjóta..Mér skilst líka að María og 'Agúst ætli að skjóta upp heilan haug af flugeldum, gætum kíkt þangað og séð flugeldasýningu.. hehe. Það verður alla vega fjör og ég vona að áramótashowið verði skemmtilegt í ár.. það er brenna hérna í Mosó klukkan 20.30, við sjáum hvort við kíkjum á það. Höfum vanalega farið bara á þrettándabrennuna.. en skoðum stöðuna eftir matinn! Við Öspin ætlum alla vega að taka bílltúr í Lækjarselið í dag... vonandi er Brynja "frænka" ekki farin af stað.. langar svooo að sjá kúluna sætu!
Þetta ár er búið að vera nokkuð gott... skólinn gekk mjög vel hjá mér og börnum. Ég er hálfnuð með námið, eða eins og Auður segir hálfur þroskaþjálfi.. hehe. Og er það frekar skrítin tilfinning, þetta er búið að líða mjög hratt en það er bara af því að þetta er búið að vera svo gaman í góðum hóp!
Við hófum sumarið á því að fara til Florida með mömmu og Kidda í mai og það var æðislegt. Núna vorum við við ströndina og það er snilld. mmmm hlakka til næstu ferðar, þetta er bara möst á hverju ári
Sumarið einkenndist svo af snillarfótboltaferðum með Ísak og hans flokk... við fórum á Akranes og á Krókinn í tjaldútilegu. Strákunum gekk rosalega vel á mótunum og höfðu þeir og fjölskyldur þeirra mjög gaman af ferðunum. Þetta er sterkur hópur sem á eftir að ná langt í framtíðinni.. og samrýndir foreldrar sem fylgja hópnum... það er það besta.
Ég ákvað að fara að vinna aftur á leikskólanum í haust með skólanum.. og jiiii hvað það var gaman. Ég elska vinnuna, þessi börn eru nátturlega bara snillingar.. þetta var erfitt á tímabili, að vera í 100 % háskólanámi og 70 % vinnu með en alltaf fékk ég aukaorku að mæta á leikskólann. Starfsfólkið á þessum stað eru nátturlega æðisleg.. ég get svarið það, ég hef ekki unnið með svona skemmtilegu og góðu starfsfólki áður! Þetta er um 50 manna vinnustaður og meiri hlutinn eru snillingar..bara æðislegt! Þetta hélt manni gangandi..og það var auka plús að hitta Brekann sinn á hverjum degi í leikskólanum, fá knús og . Doddi minn stóð eins og klettur á bak við mig varðandi fjölskyldumálin.. ekki laust við að maður fengi samviskubit í tíma og ótíma þegar maður þurfti að fara og læra um leið og vinnan var búin! En sem betur fer á ég besta mann og krakkarnir besta pabba í heimi. Þetta hafðist alla vega, ég náði öllu og með ágætum... var yfir meðaltal í öllum fögum.. sátt sú gamla!
Við viljum óska ykkur öllum, vinum og ættingjum gleðilegt nýtt ár og þakka fyrir öll þau yndislegu ár í gegnum tíðina!! Þið eruð ´æði og takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur.. elskum ykkur
Knúsar og kossar... Eva, Doddi og ormarnir
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:26 | Facebook
Athugasemdir
hæ sæta
Gleðilegt ár og þúsund þakkir fyrir allt gamalt og gott.
luv M
María (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 13:13
Gleðilegt ár elsku vinir... þið eruð bestust... hlakka til að eiga fleiri svona góð ár með ykkur
knúsar...
Guðrún Erna (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.