9.2.2009 | 22:25
Á skíðum skemmti ég mér .. tralllalla..
Ég ákvað að hafa titillinn frekar hressari en hitt.. málið er að seinasti sólahringur er búinn að vera hell hjá mér.. rauk upp í háum hita, mikla beinverki, eyrnaverk, höfuðverk og gat ekki kyngt.. sæll! Ömurlegt hreint út sagt.. ég hef hvorki tíma né löngun í þetta núna.. meika ekki að vera heima hjá mér með nagandi samviskubit... en svona er þetta. Doddi gaf mér parkódín áðan og skánaði ég svona vel við það.. og líður því ágætlega núna.. átta mig ekki á því hvort að það eru lyfin sem eru að virka eða hvort að ég sé bara orðin hress en það kemur í ljós í kvöld/nótt.
En út í aðeins meira uppörvandi.. en í gær fórum við fjölskyldan í Skálafell!! Dóttla hefur verið að fara með Ragnhildi og fjölskyldu og kom að því að við hjónin urðum veik sjálf.. Við fengum notuð skíði handa Breka í Everest búðinni á skítogkanil.. og svo var hún Svanborg, bekkjarsystir mín svo elskuleg að lána okkur bretti fyrir Ísak Snæ...
Okkur var nefnilega boðið í mat til Doddu og Adda á föstudaginn og fóru þeir Jói og Ísak út að renna. Jói hefði nýlega fengið bretti og varð því Ísak sjúkur í það... og auðvitað létum við það eftir honum.
Jæja við rukum af stað í Skálafell... og buðum auðvitað Ragnhildi með. Þær voru nú fljótar dömurnar að hverfa í burtu.. enda nenntu ekki að hanga með okkur hinum í barnalyftunni Breki var nú eitthvað ragur í byrjun að vera í þessum klunnaskóm.. og svo með skíðin.. En vá hvað þetta er fljótt að koma.. hann vildi nú helst bara láta sig gossa niður í fjallið og treysti svo bara á múttuna til að grípa sig.. hehe. Ég var í kuldaskónum bara þar sem að ég þorði ekki að taka séns á hendinni alveg strax. Ísak Snær tók smá tíma í að skoða svæðið, hvernig aðrir gerðu sem voru á brettum.. og rölti bara upp og niður barnabrekkuna fyrst.. snillingur! En eftir nokkrar ferðir hjá piltunum þá var mikill munur á þeim. Þetta kemur allt saman og verður bara gaman þegar við getum farið að fara öll og skíðað eins og vindurinn
En eftir alla þessa útiveru steinlá ég s.s og vona að ég sé að braggast.. hef engan tíma í þetta, er að fara í heimapróf á föstudaginn!!!
Knúsar og kossar...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.