24.2.2009 | 16:24
"Hvenær förum við á ströndina?"
Ég get svo svarið það ég á svoo bágt með mig þegar yngsti sonur minn spyr mig að þessu...langar mest að segja "spurðu pabba þinn" , því ég væri til í að hoppa í vélina helst á morgun Drengurinn er sjúkur í sól og strönd eins og mamma sín... hann spyr mig svona einu sinni í viku og þá er ég ekkert að grínast!!! Ohhh ég vona að við komumst fyrr en seinna...
Annars er allt brjálað að gera hjá mér í skólanum... þarf að vera að vinna í tveimur verkefnum núna.. öðru mjög stóru og annað aðeins minna. Ég er bara byrjuð á því stærra en ég á að skila þeim þann 10 og 12 mars...Þannig að ég hef enn tíma. En þetta er töff en hefst allt...
Vettvangurinn hefst svo 16 mars og hlakka ég mikill til...er reyndar pínu stressuð líka en held að það sé alveg eðlilegt...
Allar helgarnar fram til apríl eru uppbókaðar hjá okkur.. og er það þá aðallega í keppnir með eldri börnin. Ísak Snær byrjar á því að keppa í handbolta, svo keppir Tanja Ösp í handbolta og svo endar það á því að Ísak Snær keppir í handbolta.
Afi Geiri á afmæli á föstudaginn og ætla Hanna Dísa og Linda Rós frænka að halda upp á það heima hjá Dísu.. þær eru ekerkt smá duglegar kellurnar að skipuleggja þetta og halda utan um þetta afmæli. En litla skvísan hún Þóra Lind frænka er líka eins árs þennan sama dag og ætla þau að deila afmælisveislunni... það verður æðisleg gaman og ég hlakka til að hitta stórfjölskylduna eins og hún leggur sig... enda ótrúlega skemmtilegt fólk
'Asdís vinkona er svo að útskrifast á laugardaginn sem grunnskólakennari og auðvitað gaf hún sig og ætlar að halda útskriftarveislu.. en ekki hvað Lufsuhópurinn mætir auðvitað og verður eins og vanalega þegar við hittumst ábyggilega mikið fjör og læti!
En jæja.... best að reyna að kíkja á lærdóminn...
Knús og kram á allt og alla...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.