28.2.2009 | 00:40
Stórafmæli hjá afa...
Já hann elskulegi afi minn og litla frænka, hún Þóra Lind eiga afmæli í dag ( gær, 27.feb). Það var haldin stórveisla handa þeim gamla og var fullt hús hjá Hönnu Dísu frænku...Elskulegi afi var svoo flottur og amma auðvitað líka.. hún er nú alltaf eins og klippt út úr tískublaði. En þau ljómuðu í allt kvöld amma og afi og þetta var bara æðislegt. Linda frænka ( mamma Þóru Lindar) sá mest megnis um veisluföngin og þetta var bara æði! Það voru helling af skemmtiatriðum.. allt frá ræðuhöldum, barna"kór" og karlakór! jiii þetta var æði og voru alir svo ánægðir með kvöldið fyrir afa hönd.. já og okkar.. bara snilld!
Mamma kom hérna að passa á meðan og voru grísirnir í miklu yfirlæti hjá henni, voru meira að segja vakandi þau eldri 2 og Róbert sem fékk að gista hjá vini sínum þegar við komum heim.. En það er nú allt í lagi, föstudagskvöld.
Á morgun ætla ég að reyna að koma mér aftur upp á bókó til að læra, ég læri mun betur þegar ég fer út úr húsi og ég verð að halda mér við efnið í þessari ritgerð! Reyndar er Anna vinkona hérna í bænum ( býr á Mývatni) og er búið að plana smá hitting í hádeginu og ég kannski næ að kíkja í smá lunch!
Um kvöldið er svo útskriftarveisla hjá Ásdísi vinkonu en hún er að útskrifast sem kennari... ekkert smá flott hjá kellunn og auðvitað verður haldið upp á það með stæl.. í góða vina hóp!
Nóg að gera... En jæja.. nóg í bili.. vildi bara segja frá hve kvöldið var æðislegt með yndislegri fjölskyldu minni. Mér líður alltaf svo vel þegar ég hitti þau.. enda eru þau snillingar í allar áttir
KNúsar og kossar á alla.. luvja..
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
til lukku með hann afa þinn
María (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 12:12
tAKK FYRIR SÍÐAST ELSKU EVA ALLTAF GAMAN AÐ HITTA ÞIG OG TAKK FYRIR STELPUNA KV LINDA RÓS
Linda frænka (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 21:09
Já takk fyrir síðast, Eva mín...og takk fyrir alla aðstoðina þú og Doddi í eldhúsinu hahaha "Eva mín "Doddi minn"...bara gaman
Knús Dísa
Jóhanna Ásdís Magnúsdóttir, 3.3.2009 kl. 08:46
Hehe.. já Dísa þetta var æði.. og ekki verra að geta hjálpað til ( þó að það hafi bara verið að rétta þessu fáu hluti eða ná í þá.. hihi)
Knúsar;)
Eva (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.