'A maður að byrja að blogga...

Já er ekki að nenna að halda upp vefdagbókinni hjá börnunum og facið gefur ekki færi á að skrifa eitthvað skemmtilegt og því fannst mér tilvalið að búa til nýja síðu. Hef alltaf nóg að segja og því fínt að henda því á blað og þá kannski minnkar blaðrið í manni ( líklegt?, held ekki).

Annars eru jólin hjá okkur fjölskyldunni búin að vera æðisleg, við erum búin að vera mikið heima og hafa það kósý. Krakkarnir fengu slatta af pökkum og voru þau mjög ánægð með allt saman. Tengdamamma og Mummi voru í mat hjá okkur og kalkúnninn hans Dodda var æðislegur. María vinkona gerði heimagerðan ís handa okkur fjölskyldunni og hann var sjúklegur.. hættulega góður meira að segja Blush  Á jóladag fórum við í jólaboð hjá stórfjölskyldunni hans Geira og var það mjög gaman. Alltof sjaldan sem við hittum frænkur og frænda þeim megin. Annan í jólum drifum við okkur í laugina hérna í Mosó og svo fórum við til Önnu og Lalla. Þar var spilað Gettu betur og var það mjög gaman!

Við erum ekki búin að ákveða með hvað við gerum á gamlárskvöld en það verður ákveðið fljótlega. Það er spilakvöld hjá lufsum og mökum þann 3 jan og þá verður eitthvað skálað, spurning um að vera rólegur á gamlárs eða hvort maður kíki í blokkinga á móti... skilst að þar sé alltaf partý fram á morgun... er það ekki Gunnsa Whistling

 Jæja drengirnir enn vakandi ( sólahirngurinn þveröfugur í jólafríinu) og dóttla að gista hjá vinkonu sinni.. Kallinn eldaði handa okkur humar og ætluðum við að borða hann í rólegheitum og hafa svo kósý.. en humarinn var borðaður með drengjakór í bakspili og þetta með kósýið er ekki enn hafið...  en best að gera eitthvað í þessu núna..

Knúsar á alla.. luv Eva


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband