Gullkorn barnanna

Dagurinn í dag byrjaði mjög vel, fór með tveimur skvísum úr vinnunni á kaffihúsið ( bakaríið, hljómar betur að segja kaffihús) í Mosó og þar fengum við okkur smá í gogginn og smjöttuðum á atburðum hátíðanna. Þetta var þó aðallega gert til að komast út úr húsi án barna og maka.. FootinMouth  nauðsynlegt þó að við séum allar mjög hamingjusamlega giftar og eigum flottustu börn sem sögur fara af.. hehe!

Eftir að hafa slegist við þann stutta að það sé ekki alltaf hægt að fara til Huldars vinar hans þá gafst ég upp og hringdi í Önnu vinkonu.. til að sjá hvað HULDAR og hún væru að gera. Ég er mikið að spá að leggja það í nefnd hjá þeim hjónum Önnu og Lalla að við byggjum bara parhús saman hérna í sveitinni.. þá geta þeir félgarar rölt á milli og þetta bræðratal á þeim vinum verður að eins miklum veruleika og hægt er .. hihi.

Við ákváðum að drífa okkur í bíó með ormana.. Ísak var þó með vin sinn hérna heima, nýkomnir af vellinum og fannst mér ekki hægt að stía þeim í sundur. Ég sagði því við Dodda að ég myndi bara taka auka barn með ( það er svo sem ekkert nýtt og mér finnst það bara gaman). En þegar annar drengur bankaði upp á og bað um að leika við Ísak þá fannst mér fullmikið að fara ein með 4 stráka .. jú og prinsessuna mína. Þeir félagar léku sér  því smá stund heima eða réttara sagt, sungu HÁSTÖFUM áfram Afturelding og þeirra hvatningarsöngva, mér og nágrönnum til mikillar gleði Blush.  Þegar ég var alveg komin með nóg dreif ég mína drengi í bílinn og hinir 2 héldu heim á leið og sungu í kór öðrum í hverfinu til mikillar gleði... snillingar þessir drengir!! Ég sótti Öspina mína til Röggu a.k.a hinnar fjölskyldunnar og við brunuðum í bæinn.

 Við komum við í Eymundsson til að skipta bókum sem krakkarnir fengu. Ísak vissi ekki hvað hann vildi og kom því með inn en Öspin beið með Breka í bílnum. Ég bað konuna í búðinni um að hjálpa okkur og kræst... þegar ég bið um aðstoð við að finna bók fyrir stráka á aldrinum 7 ára þá átti ég ekki von á að skoða bækur fyrir mun yngri, eða okkur Ísak fannst það alla vega. Greyið konan kom með hverja bókina á fætur öðrum og alltaf kom svipur á mig eða Ísak.. en svo var eins og konan hafði loksins séð ljósið eða séð Ísak og þá benti hún okkur á nýja fótboltabók eða bók um himingeiminn... þá lifnaði yfir pilt!!

Svo var það bíoið... og þar var Huldar !!! Mikil gleði hjá vinunum/bræðrunum.. hehe.. í stuttu máli var myndin mjög góð. Við sáum 3 víddarmyndina Bolti.. sá stutti var ofsa spenntur fyrir gleraugunum, svo varð það þreytt að hafa þau.. en hann uppgötvaði mjög sniðugt þegar hann var með glaraugun þá kom sumt á móti honum.. í byrjun þuldi hann alla hlutina sem komu á "móti" honum.. hehe.. snillingur! Þegar ég var búin að sussa á hann nokkrum sinnum og hann hafði þagað í smá stund þá fattaði hann að taka af sér gleraugun og þá kom " nú kemur á móti, nú ekki , nú kemur á móti, nú ekki...W00t  Snillingur!!

Ísak kom með gullkorn í vikunni.. en hann var að horfa með pabba sínum á Lord of the Ring.. ekki frásögu færandi nema í lok myndarinnar var aðalsöguhetjan að kyssa "kærustu" sína og ísak frussaði "ojjjj hann á kærustu og ojjj hann er að kyssa hana".. hehe. Doddi leit á mig og við skellihlóum svo sagði ég "en Ísak, en við pabbi þinn.. erum við ekki kærustupar og kyssumst?  Ísak var þá frekar hneykslaður og svaraði til baka " nauts... þið eruð ekki kærustupar, þið eruð fjölskylda" ! Og hana nú...

  knúsar á allt og alla!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

snillingar þessi börn - við fórum líka á Bolta um  helgina og skemmtum okkur svakalega vel.

Bið að heilsa í bili og það er eins gott að mér verði boðið með í bakaríið næst hehehe

luv M

´María (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband