5.1.2009 | 17:07
Þá hefst vinnan... og stutt í skólann líka!
Á morgun hefst vinnan og skólinn hjá börnunum... skólinn minn byrjar svo þann 12 og það verður líka bara gaman. Sem betur fer eru bekkjarfélagar mínir skemmtilegir og námið líka algjör snilld. Það eru forréttindi að vera í vinnu í dag.. hvað þá á skemmtilegum vinnustað.. forréttindi að vera í námi.. og já námið skemmtilegt! Lúxus..
Gamlárskvöldið var bara notalegt hjá okkur fjölskyldunni.. Doddi eldaði snilldarmat, eins og honum er lagið og við skutum upp slatta af rakettum. Ísak Snær þorði að vera úti allan tímann og það var sigur hjá honum ( alltaf viljað vera inni og helst í felum undir teppi) Ég kíkti svo á Gunnsu sætu um nóttina og það var bara fjör.
'A laugardaginn hittist svo hinn frægi lufsuhópur og larfar. Borðuðum pizzu frá Eldhúsinu og svo voru tekin nokkur spil... strákarnir réttu mörðu jafntefli um nóttina.. en það var líka bara ágætt.. annars hefðu "sumir" farið fúlir heim.. hehe! En það var eins og vanalega rosalega gaman þegar þessi hópur hittist. Mikið hlegið, mikil læti og bara gaman!!
Það var aðeins rætt um árlegu sumabústaðaferð.. og ætlar þetta að vera erfitt hjá okkur hjónum að tækla hana. Ekki nóg með að þorrablót Aftureldingar er sömu helgi.. þá er skvísan mín að keppa! Ég hef hingað til ekki misst af leik hjá börnunum mínum og ætlaði eiginlega ekki að byrja á því.. en það er spurning hvenær hún á að keppa ( stundum er það á föstudegi og laugardegi.. eða laugardegi og sunnudegi) það verður bara allt að koma í ljós ... ömurlegt ef það klúðrast!
Við nutum dagsins saman hérna í dag.. ég og ormarnir. Sváfum til 10 í morgun, ég ræsti liðið! Við höfðum það kósý fram að hádegi en þá fór Ísak til vinar síns. En ég, Tanja Ösp og Óðinn Breki fórum út í göngutúr. Fórum á skólalóðina.. í fótbolta og leika. Bara gaman... Um kaffileytið varð ég að fara og ná í Ísak og fara með hann á æfingu. Breki kom með en Öspin fór heim. Það voru ekki margir strákar á æfingu en það var eins og þegar beljunum er hleypt út á vorin.. þvílík gleði að komast á æfingu.
En jæja.. kallinn kominn.. með fullt af fisk.. mmmm verður ljúft að borða fiskinn!
Knúsar ogkossar á alla!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hæ sæta
hlakka til að sjá þig í fyrramálið - verð eflaust dáldið þreytt því klukkan er að ganga hálf tvö
kv.M
María (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.