Söknuður

Það gekk nú nokkuð vel að ræsa liðið í morgun um sjö-leytið. Allir frekar spenntir að fara í skólann sinn... Ég var mjög ánægð að mæta í vinnuna, reyndar var ég ekki á minni deild fyrir hádegi ( veikindi ) og þrátt fyrir að ég hafi verið með Gunnsu minni sem var nátturlega snilld, þá saknaði ég samt að vera ekki með "mínum" dúllum Undecided .

Ég var í mesta basli að halda svo Brekanum mínum vakandi eftir að við komum heim og ég ákvað að vera bara heima með strákana í kvöld.. sleppa því að fara á þrettándabrennuna. Tanja Ösp var ekkert of sátt en hún fékk að fara með Ragnhildi...

Ísak Snær var að lesa fyrir skólann á morgun. Hann er kominn mjög langt í lestri, les heilu bækurnar hratt og örugglega.. bara duglegur. Núna var hann með bók sem heitir "afi minn í sveitinni". Hann hóf lestur og þegar hann var búinn með ca hálfa bókina þá fór hann að eiga erfitt með lesturinn... hann byrjaði að kvarta um í fætinum, svo sagðist hann vera þreyttur.. og þá settist ég hjá honum og spurði hvað væri að angra hann?! Þá brotnaði hann niður og sagðist vilja fá afann SINN... sagðist sakna hans og vildi fá hann Crying   Æææ þetta er svoo erfitt, og Ísak tekur svona grátköst reglulega.. enda mikill söknuður .. afinn ÞEIRRA er/var líka sá allra, allra lang besti afinn sem til var.. ég get svo svarið það..

En nóg um það... jólin eru búin.. og það styttist í að skólinn minn byrjar... mikið hlakka ég til!

Knúsar og kossarInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku snúllinn - knús á ykkur öll

luv M

María (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband