Lítil prinsessa fædd í fjölskylduna!!

Elsku Andri uppáhaldsfrændinn og Brynja okkar, eru búin að eignast litla prinsessu. Daman kom í heiminn í morgun um 4.30 og var hún 13 merkur og 49 cm. Algjört peð með fullt af svörtu hári, hlakka hrikalega til að knúsa og dekra litlu dúllunaHeart

Fæðingin gekk því miður frekar illa og er Brynja í gjörgæslu núna, haldið sofandi fram á morgun. Ég heyrði í Andra og Sigrúnu í dag og var mjög gott að heyra í þeim. Ég átti mjög erfitt í dag í vinnunni en fékk mikinn stuðning frá skvísunum sem vinna með mér. Þær buðu mér að fara heim en ég vildi frekar vera í vinnunni og dreifa huganum. Allar mínar hugsanir eru hjá Brynju minni og Andra og ég veit að þetta fer allt vel... en Brynja er sterk og Andri minn er sá sterkasti!! Litla frænka mín er heppin að eiga þau sem foreldra og ég heppin að vera "uppáhalds"frænkan...

Eftir atburði dagsins fór maður að hugsa um hve heppin maður er að eiga 3 flotta krakka, það er sko ekki sjálfsagt að eignast börn í dag. Það er ekkert leyndarmál að okkur Dodda langar í mörg börn og teljumst við mjög rík í dag.. en við höfum þó alveg rætt það að eignast fleiri börn og vonandi verðum svo heppin ef við tökum þá ákvörðun að reyna við fleiri börn. Maður má þó vera þakklátur fyrir hvað maður á, það er á svona tímun.. kreppu tímum sem maður þarf að hugsa um hvað það er sem skiptir máli... og rækta það, ekki vera að eyða tíma né heilsu í að spá í annað...

Ég ætla að fara og knúsa gullin mín, sem vilja að mamma lesi fyrir sig og svo ætla ég að reyna að fara á fyrirlestur hjá 'Ola Stef sem er í kvöld í Hlégarði.

En hugur minn er hjá Andra mínum og Brynju minni... og auðvitað litlu fallegu prinsessunni.. elska ykkur öll!!InLove

Knúsar og kossar, stolt frænka!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú meiri gullmolinn - knús á þig esssskan

María (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband