Börnin mín eru snillingar!!!

Já og ég ætla að halda áfram að monta mig.. hihi.

'Eg var á foreldafundum í skólanum í vikunni og það var bara gaman!! Þessi börn eru snillingar og þá er ég hógværJoyful   Fyrst fór ég á fund með prinsessunni minni og jú jú einkunnirnar hennar voru bara snilld, eins og vanalega svo sem! Meðaleinkunn hennar var 9,35... algjör snillingur þessi skvísa! Umsagnirnar voru líka æðislegar en þær voru svona ;

Tanja Ösp er mjög góður nemandi með góða nærveru og alltaf prúð. Á það til að gleyma sér í spjalli en vinnur mjög vel og er alltaf áhugasöm. Vinnibækur eru unnar af alúð og til fyrirmyndar. Hún er kurteis og blíð, félagslynd og semur vel við alla. Samviskusöm. Fyrirmyndarnemandi.

Eftir að hafa heyrt dóttur minni hrósað í hástöfum fór ég með prinsinn hann Ísak Snær á foreldafund.. ekki var það nú leiðinlegra!

 Hjá honum voru aðallega umsagnir en hann les 124 atkvæði á mínutu sem telst mjög gott í 2 bekk. Þau eiga að vera á bilinu 50-100 atkvæði þannig að hann er í mjööög góðum málum. En þetta var sagt um prinsinn:

Ísak Snær er samviskusamur og duglegur nemandi. Honum lyndir vel við skólafélaga sína og er vinsæll í jafningjahópnum. Framkoma hans og hegðun er mjög góð. Hiemalestri sinnir hann mjög vel. Mjög góð tök á námsefninu, vinnur mjög vel.. æði.´

Já ég kom á bleiku skýji út.. þau eru svo yndisleg og það sem skiptir máli,. þau eru ánægð í skólanum og kennarar og samnemendur eru ánægð með þau! Við hjónin erum að rifna úr stolti InLove

Ég fer svo á foreldrafund með Breka minn á þriðjudaginn.. það verður gaman enda mikill framfarir í þroska hjá honum.. allt að gerast á þessu ári! Segi frá því síðar...

Annars er allt við það besta hérna á heimilinu.. ég er að drukkna í náminu og fannst mér í vikunni ég ekki ná að sinna neinu eins og ég vildi.. hvorki mæðrahlutverkinu, náminu né vinnunni.. og það finnst mér ekki góð tilfinning! En ég vona að þetta lagist og ég held áfram að sprikla bara.. held mér á floti...

Ég setti inn myndir inn á barnaland www.barnaland.is/barn/7580  og þið sem vitið ekki leynið þar.. sendið mér bara línu Wink 

Við ætlum að kíkja á Rakel frænku í dansi um helgina.. Öspin er mjög spennt fyrir því, sem og að kíkja á Kötu litlu frænku.. ætlum að lána henni eitt og annað! Stefnan er líka sett á að heimsækja vini.... alla vega Önnu og Lalla... og Doddu og Adda.. nóg um að vera! Ömmurnar verða líka að fá smá knús fyrir vikuna.. Halo svo við kíkjum vonandi á þær líka!

Knúsar og kossar á allt go alla... lots of luve....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ krúzla

 Til lukku aftur með gullin þín - ég hef sömu sögu að segja um mína skvíz eftir foreldraviðtalið hjá henni. Við eigum náttla bestu börnin í bænum -

 Hlakka til að sjá þig á morgun - saknaði þín í dag

knús og kram ......María

María (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband