Update af litlu fjölskyldunni..

Það eru góðar fréttir af Brynju minni og AndraHalo     Langa sögu stutta, Brynja er vöknuð og er komin til dóttur sinnar .. það gengur allt mjög vel og þær eru að njóta hvors annars núna eftir fjarveruna! Jiiii hvað ég var glöð að heyra í Sigrúnu frænku og Andra...  þetta er ótrúlega góðar fréttir og við erum jákvæð á framhaldið. Næstu klst skera alveg úr hvernig þetta fer allt.. en ef á horfir þá er þetta bara flott!

Þau verða á spítalanum í alla vega viku að vinna upp styrk, hvíld og að kynnast.. vonandi ná þau að njóta þess almennilega og að allt gangi eins og í sögu!!

Ég vil þakka stuðninginn sem ég er búin að fá og sjá hjá vinum .. þá aðallega samstarfsfólkinu mínu.. Gunnsa mín, María, Helena, Valdís, Magnea, Þuríður, Guðrún.. .. veit ég er búin að vera hálfasnaleg en takk fyrir allt... þið eruð æðiKissing

Love.. knúsar og kossar.. Eva jákvæða, sem er þakkklát fyrir allt og alla!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegar fréttir skvís. Þetta fær mann til að meta lífið uppá nýtt og vera þakklátur fyrir það sem maður á.

Knús Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 16:13

2 identicon

gott að heyra þessar fréttir - þúsund kossar og knús á þig og þína

sjáumst á morgun

*M*

María (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 12:59

3 Smámynd: Jóhanna Ásdís Magnúsdóttir

Elsku Eva mín, held að ég hafi bara alveg gelymt að kvitta fyrir mig og bjóða þig velkomna hingað á bloggið ;o)....það er allavega gert núna. Já það er sko ekkert sjálfgefið að eignast börn og allt gangi einsog í sögu,það er alveg á hreinu.

Knús Dísa

Jóhanna Ásdís Magnúsdóttir, 11.1.2009 kl. 21:24

4 identicon

Elsku skvís, gott að lesa bloggið þitt, það fær mann til að hugsa um fjölskylduna sína og lífið. Hlakka til að sjá þig á morgun. Lovjú sæta.

Gunnsa (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:50

5 identicon

mér finnst nú eiginlega hálf fyndið að Andri litli frændi þinn sé orðinn pabbi!!! hehe en það er æðislegt að hlutirnig fóru á réttan veg og allt sé að ganga betur hjá þeim...  örugglega erfiðasta bið í heiminum

bið að heilsa frænda

Hekla (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband