Handleggsbrotin...

Smá punktar.. þar sem að það er erfitt að pikka á tölvuna!

Á föstudaginn lenti ég nefnilega í því að fljúga á hausinn fyrir framan íþróttahúsið..var með Breka í fanginu og það var fljúgandi hálka og rétt áður en ég slapp inn í húsið þá fór ég á flug! Til að forða barninu frá falli þá sneri ég mér á þá hlið sem hann var ekki, setti hendina fyrir mig og SMASS!!Pinch  Harkaði  þó af mér.. og var eins og eldibrandur á fætur og leit út um allt.. hvort einhverjir hefðu séð brussuna fljúga á svellinu.. hehe!  Þegar líða fór að kveldi og verkirnir jukust rosalega þá var kallinn farinn að ssegja mér að drull.. mér upp á slysó og láta kíkja á hendina! Að lokum gaf ég mig enda var ég gjörsamlega að drepast Crying 

Jóna frænka kom eins og eldibrandur og reddaði mér fari á slysó.. hún sat svo með mér í hátt í 3 tíma á meðan ég var í skoðun... kræst eruð þið að grínast með þessi fífl sem vinna þarna.. snúðu hendinni svona, beygðu, upp og niður.. ég hefði getað gargað á allt þetta lið.. en sat á mér með tárin í augunum og sagði að ég gæti þetta ekki...

Var send heim í fatla.. átti að gúffa í mig verkjatöflum og fara að sofa.. sem ég gat engan veginn.. var að drepast. Næsta dag hringdi ég og þá var ég beðin um að koma aftur.. röntgenlæknir hafði þá skoðað myndirnar og kom í ljós að ég var brotin með miklar blæðingar inn á liðunum.. Aftur upp á slysó.. og í gifs.. sem verður á í alla vega 3 vikur!! ÆððððððððiiiiiiiiiiiiiGetLost

Næstu dagar fara því í mikinn pirring, verki og traust á alla í kringum mig.. vonlaust að vera í gifsi frá úllið upp á öxl... ´´a HÆGRI hendi!! Dúddamía.. en þetta hefst.

Næstu helgi er allt að gerast... fræga sumabústaðferð hjá lufsum og lörfum... bara gaman! Kellurnar fara á föstudeginum i dekur, dúll go trúnó Tounge og larfarnir koma svo á laugardeginum og þá hefst fjörið! Þorrablót Aftureldingar er sömu helgi og því miður verður það að lúffa í ár.. eins fúlt og það er en það er ekki allt hægt! Skvísi er að keppa í deildarbikarnum á föstud. og laugard. og ætlum við Doddi að skipta því niður.. ég verð a´föstudeginum og hann á laugard... og ég get svo svarið það ég held að þetta séu þá fyrstu leikirnir ( og vonandi seinustu) sem ég missi af að horfa á...svekkjandiFrown 

Jæja... það er búið að taka eilíf að pikka þetta inn með "einari"...ætla að "chilla" aðeins í sófanum og lesa eina námsbókina.. Dóttla fékk að fara með "fóstur"fjölskyldu sinni.. Ragnhildi og co á skíði.. ekkert smá gaman hjá henni/þeim. Dodda langaði nú að spyrja þau hvort að hann mætti koma með Cool  en við tókum ísbíltúr með strákana, komum við í apóteki til að kaupa fleiri verkjatöflur handa kellunni og "smokk" áhendina svo að ég komist í sturtu/heitapottinn... hehe. Doddi var svo aðf ara með strákana í sund.. og ég sit eftir heima.

 KNÚSAR Á ALLT OG ALLA InLove


Lítill heimur..

Já við búum í litlum heimi.. en samt er okkur svo ókunnugt.. og mig þyrstir í að sjá, vita og kunna meir.. en hvort ég sé orðin of gömul og ráðsett er annað mál Woundering  

Ég fór ss í bíó með Beggu vinkonu áðan að sjá Sólskinsdrengur og fékk smá sjokk í byrjun myndarinnar... hélt að Auður og Jóhanna hefðu gleymt að segja mér að taka vasaklútinn.. ég er svakalega dramadrottning... get grátið yfir ölluBlush  en sem betur fer skammast ég mín ekkert fyrir það, vona bara að vinkonur mínar og maki og allir í kringum mig séu farin að venjast því Tounge 

Já myndin... hún var góð.. opnaði augu mín fyrir að það er hellingur sem við á klakanum getum lært af öðrum þjóðum... við eigum ekki að vera svona lokuð fyrir að prófa eitthvað nýtt..það að hafa nýjustu og flóknustu tækin og tólin eru ekki allt.. stundum er hægt að nýta okkur einfalda hluti og horfa fram hjá flóknum hugmyndum! Ætla ekki í miklar lýsingar á minni upplifun á myndinni.. en ég var mjög ánægð.. og full af hugmyndum ( draumum) Shocking

En skólinn er byrjaður og er það bara frábært.. ég kvíði smá fyrir verkefnunum sem á að gera í vetur en þau verða ábyggilega spennandi og ( þori varla að segja það) loksins lærum við eitthvað af viti.. hehehe.. nei ok, fullt ýkt.. en þetta verður spennandi önn og vona ég að ég tæki önnina vel.

Því miður stangast stundataflan mín aðeins meir á við vinnuna núna og því þarf ég að minnka við mig vinnu niður í 50 prós starfshlutfall en það er kannski bara ágætt. Erfitt að sinna 100 % háskólanámi, vera 3barnamóðir, eiginkona og í vinnu.. sérstaklega þar sem að ég vil ekki slaka á kröfunum hjá sjálfri mér neinsstaðar...  en þetta hefst.. enda á besta mann í öllum heiminum sem er sjálfur í 300 % starfi hérna á heimilinu ásamt sínu starfi InLove

En jújú.. blablabla...  takkfyrir kommentin elskurnar.. alltaf gaman að fá smá kvitt Kissing og knúsar á ykkur öll..

 luvja...


Update af litlu fjölskyldunni..

Það eru góðar fréttir af Brynju minni og AndraHalo     Langa sögu stutta, Brynja er vöknuð og er komin til dóttur sinnar .. það gengur allt mjög vel og þær eru að njóta hvors annars núna eftir fjarveruna! Jiiii hvað ég var glöð að heyra í Sigrúnu frænku og Andra...  þetta er ótrúlega góðar fréttir og við erum jákvæð á framhaldið. Næstu klst skera alveg úr hvernig þetta fer allt.. en ef á horfir þá er þetta bara flott!

Þau verða á spítalanum í alla vega viku að vinna upp styrk, hvíld og að kynnast.. vonandi ná þau að njóta þess almennilega og að allt gangi eins og í sögu!!

Ég vil þakka stuðninginn sem ég er búin að fá og sjá hjá vinum .. þá aðallega samstarfsfólkinu mínu.. Gunnsa mín, María, Helena, Valdís, Magnea, Þuríður, Guðrún.. .. veit ég er búin að vera hálfasnaleg en takk fyrir allt... þið eruð æðiKissing

Love.. knúsar og kossar.. Eva jákvæða, sem er þakkklát fyrir allt og alla!!!


Lítil prinsessa fædd í fjölskylduna!!

Elsku Andri uppáhaldsfrændinn og Brynja okkar, eru búin að eignast litla prinsessu. Daman kom í heiminn í morgun um 4.30 og var hún 13 merkur og 49 cm. Algjört peð með fullt af svörtu hári, hlakka hrikalega til að knúsa og dekra litlu dúllunaHeart

Fæðingin gekk því miður frekar illa og er Brynja í gjörgæslu núna, haldið sofandi fram á morgun. Ég heyrði í Andra og Sigrúnu í dag og var mjög gott að heyra í þeim. Ég átti mjög erfitt í dag í vinnunni en fékk mikinn stuðning frá skvísunum sem vinna með mér. Þær buðu mér að fara heim en ég vildi frekar vera í vinnunni og dreifa huganum. Allar mínar hugsanir eru hjá Brynju minni og Andra og ég veit að þetta fer allt vel... en Brynja er sterk og Andri minn er sá sterkasti!! Litla frænka mín er heppin að eiga þau sem foreldra og ég heppin að vera "uppáhalds"frænkan...

Eftir atburði dagsins fór maður að hugsa um hve heppin maður er að eiga 3 flotta krakka, það er sko ekki sjálfsagt að eignast börn í dag. Það er ekkert leyndarmál að okkur Dodda langar í mörg börn og teljumst við mjög rík í dag.. en við höfum þó alveg rætt það að eignast fleiri börn og vonandi verðum svo heppin ef við tökum þá ákvörðun að reyna við fleiri börn. Maður má þó vera þakklátur fyrir hvað maður á, það er á svona tímun.. kreppu tímum sem maður þarf að hugsa um hvað það er sem skiptir máli... og rækta það, ekki vera að eyða tíma né heilsu í að spá í annað...

Ég ætla að fara og knúsa gullin mín, sem vilja að mamma lesi fyrir sig og svo ætla ég að reyna að fara á fyrirlestur hjá 'Ola Stef sem er í kvöld í Hlégarði.

En hugur minn er hjá Andra mínum og Brynju minni... og auðvitað litlu fallegu prinsessunni.. elska ykkur öll!!InLove

Knúsar og kossar, stolt frænka!!


Söknuður

Það gekk nú nokkuð vel að ræsa liðið í morgun um sjö-leytið. Allir frekar spenntir að fara í skólann sinn... Ég var mjög ánægð að mæta í vinnuna, reyndar var ég ekki á minni deild fyrir hádegi ( veikindi ) og þrátt fyrir að ég hafi verið með Gunnsu minni sem var nátturlega snilld, þá saknaði ég samt að vera ekki með "mínum" dúllum Undecided .

Ég var í mesta basli að halda svo Brekanum mínum vakandi eftir að við komum heim og ég ákvað að vera bara heima með strákana í kvöld.. sleppa því að fara á þrettándabrennuna. Tanja Ösp var ekkert of sátt en hún fékk að fara með Ragnhildi...

Ísak Snær var að lesa fyrir skólann á morgun. Hann er kominn mjög langt í lestri, les heilu bækurnar hratt og örugglega.. bara duglegur. Núna var hann með bók sem heitir "afi minn í sveitinni". Hann hóf lestur og þegar hann var búinn með ca hálfa bókina þá fór hann að eiga erfitt með lesturinn... hann byrjaði að kvarta um í fætinum, svo sagðist hann vera þreyttur.. og þá settist ég hjá honum og spurði hvað væri að angra hann?! Þá brotnaði hann niður og sagðist vilja fá afann SINN... sagðist sakna hans og vildi fá hann Crying   Æææ þetta er svoo erfitt, og Ísak tekur svona grátköst reglulega.. enda mikill söknuður .. afinn ÞEIRRA er/var líka sá allra, allra lang besti afinn sem til var.. ég get svo svarið það..

En nóg um það... jólin eru búin.. og það styttist í að skólinn minn byrjar... mikið hlakka ég til!

Knúsar og kossarInLove


Þá hefst vinnan... og stutt í skólann líka!

 Á morgun hefst vinnan og skólinn hjá börnunum... skólinn minn byrjar svo þann 12 og það verður líka bara gaman. Sem betur fer eru bekkjarfélagar mínir skemmtilegir og námið líka algjör snilld. Það eru forréttindi að vera í vinnu í dag.. hvað þá á skemmtilegum vinnustað.. forréttindi að vera í námi.. og já námið skemmtilegt! Lúxus..

 Gamlárskvöldið var bara notalegt hjá okkur fjölskyldunni.. Doddi eldaði snilldarmat, eins og honum er lagið og við skutum upp slatta af rakettum. Ísak Snær þorði að vera úti allan tímann og það var sigur hjá honum ( alltaf viljað vera inni og helst í felum undir teppiBlush) Ég kíkti svo á Gunnsu sætu um nóttina og það var bara fjör.

'A laugardaginn hittist svo hinn frægi lufsuhópur og larfar. Borðuðum pizzu frá Eldhúsinu og svo voru tekin nokkur spil... strákarnir réttu mörðu jafntefli um nóttina.. en það var líka bara ágætt.. annars hefðu "sumir" farið fúlir heim.. hehe! En það var eins og vanalega rosalega gaman þegar þessi hópur hittist. Mikið hlegið, mikil læti og bara gaman!!

Það var aðeins rætt um árlegu sumabústaðaferð.. og ætlar þetta að vera erfitt hjá okkur hjónum að tækla hana. Ekki nóg með að þorrablót Aftureldingar er sömu helgi.. þá er skvísan mín að keppa! Ég hef hingað til ekki misst af leik hjá börnunum mínum og ætlaði eiginlega ekki að byrja á því.. en það er spurning hvenær hún á að keppa ( stundum er það á föstudegi og laugardegi.. eða laugardegi og sunnudegi) það verður bara allt að koma í ljós Frown... ömurlegt ef það klúðrast!

Við nutum dagsins saman hérna í dag.. ég og ormarnir. Sváfum til 10  í morgun, ég ræsti liðið! Við höfðum það kósý fram að hádegi en þá fór Ísak til vinar síns. En ég, Tanja Ösp og Óðinn Breki fórum út í göngutúr. Fórum á skólalóðina.. í fótbolta og leika. Bara gaman... Um kaffileytið varð ég að fara og ná í Ísak og fara með hann á æfingu. Breki kom með en Öspin fór heim. Það voru ekki margir strákar á æfingu en það var eins og þegar beljunum er hleypt út á vorin.. þvílík gleði að komast á æfingu.

En jæja.. kallinn kominn.. með fullt af fisk.. mmmm verður ljúft að borða fiskinn!

Knúsar ogkossar á alla!InLove


Gleðilegt nýtt ár!!

Jæja þá er það seinasti dagur ársins!

Við Ísak ákváðum að njóta þess að sofa vel í morgun og vöknuðum rétt fyrir 12!! Hehe.. drengurinn er snillingur að sofa út, ef hann nær að skríða upp í á morgnana til okkar þá getur hann sofið endalaust í okkar rúmi! Við vöknuðum við litla gullmolann þegar hann var að leyta að pabba sínum í rúminu okkar.. þeir voru í feluleikCool

Við hjónin kíktum í kvöldgöngu til Berglindar og Símonar í gær.. svaka ganga maður.. ! Þar fengum við sem betur fer drykki til að svala þorstanum og gott í gogginn. Við horfðum á PABBANN og ég get svarað það ég er með harðsperrur í maganum í dag.. jesus þessi maður er snillingur! Tanja Ösp og Bjarklind voru að passa og gekk það mjög vel, þrátt fyrir að Ísak hafi ekki viljað fara að sofa.. fannst eitthvað súrt að þær fengju að vera í Stjóranum en hann ætti að fara að sofa.. en það var í góðu, svona í fríinu.

Já gamlárskvöld í kvöld... spurning hvað maður geri?!  Við fjölskyldan verðum alla vega heima, borðum góðan mat og höfum það svo kósý. Doddi fór í gær og keypti slatta mikið af flugeldum hjá Mumma frænda ( fékk nú töluvert meira en fyrir það sem hann borgaðiJoyful)  Anna og Lalli buðu okkur svo að kíkja til þeirra og það er alltaf freistandi.. Gunnsa bauð okkur að kíkja yfir á sambýlið til þeirra og væri gaman ef við myndum ná að drösla Ísak og Breka út úr húsi að kíkja þangað yfir og skjóta..Mér skilst líka að María og 'Agúst ætli að skjóta upp heilan haug af flugeldum, gætum kíkt þangað og séð flugeldasýningu.. heheW00t.  Það verður alla vega fjör og ég vona að áramótashowið verði skemmtilegt í ár.. það er brenna hérna í Mosó klukkan 20.30, við sjáum hvort við kíkjum á það. Höfum vanalega farið bara á þrettándabrennuna.. en skoðum stöðuna eftir matinn! Við Öspin ætlum alla vega að taka bílltúr í Lækjarselið í dag... vonandi er Brynja "frænka" ekki farin af stað.. langar svooo að sjá kúluna sætu!

Þetta ár er búið að vera nokkuð gott... skólinn gekk mjög vel hjá mér og börnum. Ég er hálfnuð með námið, eða eins og Auður segir hálfur þroskaþjálfi.. hehe. Og er það frekar skrítin tilfinning, þetta er búið að líða mjög hratt en það er bara af því að þetta er búið að vera svo gaman í góðum hóp!

 Við hófum sumarið á því að fara til Florida með mömmu og Kidda í mai og það var æðislegt. Núna vorum við við ströndina og það er snilld. mmmm hlakka til næstu ferðar, þetta er bara möst á hverju áriWhistling 

 Sumarið einkenndist svo af snillarfótboltaferðum með Ísak og hans flokk... við fórum á Akranes og á Krókinn í tjaldútilegu. Strákunum gekk rosalega vel á mótunum og höfðu þeir og fjölskyldur þeirra mjög gaman af ferðunum. Þetta er sterkur hópur sem á eftir að ná langt í framtíðinni.. og samrýndir foreldrar sem fylgja hópnum... það er það besta.

Ég ákvað að fara að vinna aftur á leikskólanum í haust með skólanum.. og jiiii hvað það var gaman. Ég elska vinnuna, þessi börn eru nátturlega bara snillingar.. þetta var erfitt á tímabili, að vera í 100 % háskólanámi og 70 % vinnu með en alltaf fékk ég aukaorku að mæta á leikskólann. Starfsfólkið á þessum stað eru nátturlega æðisleg..  ég get svarið það, ég hef ekki unnið með svona skemmtilegu og góðu starfsfólki áður! Þetta er um 50 manna vinnustaður og meiri hlutinn eru snillingar..bara æðislegt! Þetta hélt manni gangandi..og það var auka plús að hitta Brekann sinn á hverjum degi í leikskólanum, fá knús og Kissing.  Doddi minn stóð eins og klettur á bak við mig varðandi fjölskyldumálin.. ekki laust við að maður fengi samviskubit í tíma og ótíma þegar maður þurfti að fara og læra um leið og vinnan var búin! En sem betur fer á ég besta mann og krakkarnir besta pabba í heimi. Þetta hafðist alla vega, ég náði öllu og með ágætum... var yfir meðaltal í öllum fögum.. sátt sú gamla!

Við viljum óska ykkur öllum, vinum og ættingjum gleðilegt nýtt ár og þakka fyrir öll þau yndislegu ár í gegnum tíðina!! Þið eruð ´æði og takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur.. elskum ykkur InLove

Knúsar og kossar... Eva, Doddi og ormarnir


Gullkorn barnanna

Dagurinn í dag byrjaði mjög vel, fór með tveimur skvísum úr vinnunni á kaffihúsið ( bakaríið, hljómar betur að segja kaffihús) í Mosó og þar fengum við okkur smá í gogginn og smjöttuðum á atburðum hátíðanna. Þetta var þó aðallega gert til að komast út úr húsi án barna og maka.. FootinMouth  nauðsynlegt þó að við séum allar mjög hamingjusamlega giftar og eigum flottustu börn sem sögur fara af.. hehe!

Eftir að hafa slegist við þann stutta að það sé ekki alltaf hægt að fara til Huldars vinar hans þá gafst ég upp og hringdi í Önnu vinkonu.. til að sjá hvað HULDAR og hún væru að gera. Ég er mikið að spá að leggja það í nefnd hjá þeim hjónum Önnu og Lalla að við byggjum bara parhús saman hérna í sveitinni.. þá geta þeir félgarar rölt á milli og þetta bræðratal á þeim vinum verður að eins miklum veruleika og hægt er .. hihi.

Við ákváðum að drífa okkur í bíó með ormana.. Ísak var þó með vin sinn hérna heima, nýkomnir af vellinum og fannst mér ekki hægt að stía þeim í sundur. Ég sagði því við Dodda að ég myndi bara taka auka barn með ( það er svo sem ekkert nýtt og mér finnst það bara gaman). En þegar annar drengur bankaði upp á og bað um að leika við Ísak þá fannst mér fullmikið að fara ein með 4 stráka .. jú og prinsessuna mína. Þeir félagar léku sér  því smá stund heima eða réttara sagt, sungu HÁSTÖFUM áfram Afturelding og þeirra hvatningarsöngva, mér og nágrönnum til mikillar gleði Blush.  Þegar ég var alveg komin með nóg dreif ég mína drengi í bílinn og hinir 2 héldu heim á leið og sungu í kór öðrum í hverfinu til mikillar gleði... snillingar þessir drengir!! Ég sótti Öspina mína til Röggu a.k.a hinnar fjölskyldunnar og við brunuðum í bæinn.

 Við komum við í Eymundsson til að skipta bókum sem krakkarnir fengu. Ísak vissi ekki hvað hann vildi og kom því með inn en Öspin beið með Breka í bílnum. Ég bað konuna í búðinni um að hjálpa okkur og kræst... þegar ég bið um aðstoð við að finna bók fyrir stráka á aldrinum 7 ára þá átti ég ekki von á að skoða bækur fyrir mun yngri, eða okkur Ísak fannst það alla vega. Greyið konan kom með hverja bókina á fætur öðrum og alltaf kom svipur á mig eða Ísak.. en svo var eins og konan hafði loksins séð ljósið eða séð Ísak og þá benti hún okkur á nýja fótboltabók eða bók um himingeiminn... þá lifnaði yfir pilt!!

Svo var það bíoið... og þar var Huldar !!! Mikil gleði hjá vinunum/bræðrunum.. hehe.. í stuttu máli var myndin mjög góð. Við sáum 3 víddarmyndina Bolti.. sá stutti var ofsa spenntur fyrir gleraugunum, svo varð það þreytt að hafa þau.. en hann uppgötvaði mjög sniðugt þegar hann var með glaraugun þá kom sumt á móti honum.. í byrjun þuldi hann alla hlutina sem komu á "móti" honum.. hehe.. snillingur! Þegar ég var búin að sussa á hann nokkrum sinnum og hann hafði þagað í smá stund þá fattaði hann að taka af sér gleraugun og þá kom " nú kemur á móti, nú ekki , nú kemur á móti, nú ekki...W00t  Snillingur!!

Ísak kom með gullkorn í vikunni.. en hann var að horfa með pabba sínum á Lord of the Ring.. ekki frásögu færandi nema í lok myndarinnar var aðalsöguhetjan að kyssa "kærustu" sína og ísak frussaði "ojjjj hann á kærustu og ojjj hann er að kyssa hana".. hehe. Doddi leit á mig og við skellihlóum svo sagði ég "en Ísak, en við pabbi þinn.. erum við ekki kærustupar og kyssumst?  Ísak var þá frekar hneykslaður og svaraði til baka " nauts... þið eruð ekki kærustupar, þið eruð fjölskylda" ! Og hana nú...

  knúsar á allt og alla!!


'A maður að byrja að blogga...

Já er ekki að nenna að halda upp vefdagbókinni hjá börnunum og facið gefur ekki færi á að skrifa eitthvað skemmtilegt og því fannst mér tilvalið að búa til nýja síðu. Hef alltaf nóg að segja og því fínt að henda því á blað og þá kannski minnkar blaðrið í manni ( líklegt?, held ekki).

Annars eru jólin hjá okkur fjölskyldunni búin að vera æðisleg, við erum búin að vera mikið heima og hafa það kósý. Krakkarnir fengu slatta af pökkum og voru þau mjög ánægð með allt saman. Tengdamamma og Mummi voru í mat hjá okkur og kalkúnninn hans Dodda var æðislegur. María vinkona gerði heimagerðan ís handa okkur fjölskyldunni og hann var sjúklegur.. hættulega góður meira að segja Blush  Á jóladag fórum við í jólaboð hjá stórfjölskyldunni hans Geira og var það mjög gaman. Alltof sjaldan sem við hittum frænkur og frænda þeim megin. Annan í jólum drifum við okkur í laugina hérna í Mosó og svo fórum við til Önnu og Lalla. Þar var spilað Gettu betur og var það mjög gaman!

Við erum ekki búin að ákveða með hvað við gerum á gamlárskvöld en það verður ákveðið fljótlega. Það er spilakvöld hjá lufsum og mökum þann 3 jan og þá verður eitthvað skálað, spurning um að vera rólegur á gamlárs eða hvort maður kíki í blokkinga á móti... skilst að þar sé alltaf partý fram á morgun... er það ekki Gunnsa Whistling

 Jæja drengirnir enn vakandi ( sólahirngurinn þveröfugur í jólafríinu) og dóttla að gista hjá vinkonu sinni.. Kallinn eldaði handa okkur humar og ætluðum við að borða hann í rólegheitum og hafa svo kósý.. en humarinn var borðaður með drengjakór í bakspili og þetta með kósýið er ekki enn hafið...  en best að gera eitthvað í þessu núna..

Knúsar á alla.. luv Eva


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband